Aðalfundur /Landsfundur Hægri grænna

Landsfundur Hægri grænna verður haldin laugardaginn 27. febrúar 2016, kl. 13:00 í sal Café Catalinu í Hamraborg í Kópavogi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. 

Mál þau og tillögur sem einstakir félagar eða aðildarfélög óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum, skal senda framkvæmdastjórn flokksins tveimur vikum fyrir landsfund ([email protected]). Álit og ályktanir er flokksstjórn hyggst leggja fyrir landsfund, sem og þau mál og tillögur sem borist hafa innan tilskilins tímafrests, mun verða kynnt á heimasíðu flokksins eftir því sem þær berast. Ekki er hægt að leggja fram tillögu eftir að tímafrestur rennur út nema með leyfi framkvæmdastjórnar flokksins.

Nánari upplýsingar um ályktanir og fleira mun birtast hér á vef xg.is næstu daga.